Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. apríl 2014 11:15
Brynjar Ingi Erluson
Besti leikmaður ársins á Englandi - Þrír frá Liverpool tilnefndir
Luis Suarez og Steven Gerrard eru báðir tilnefndir
Luis Suarez og Steven Gerrard eru báðir tilnefndir
Mynd: Getty Images
Leikmannasamtök knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildindinni hafa gefið frá sér tilnefningar fyrir unga- og besta leikmann ársins í deildinni en Luis Suarez, Steven Gerrard og Daniel Sturrige, leikmenn Liverpool eru allir tilnefndir sem besti leikmaður ársins.

Leikmannasamtökin gáfu frá sér nú rétt í þessu sex manna lista með þeim leikmönnum sem hafa skarað fram úr á þessari leiktíð en þeir eru allir tilnefndir til verðlaunanna sem besti leikmaður ársins.

Það eru leikmennirnir sjálfir sem velja besta leikmann ársins en þar má sjá þrjá leikmenn úr röðum Liveprool, þá Daniel Sturridge og Luis Suarez, sem hafa báðir verið frábærir með toppliðinu.

Þá er Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool á listanum, en hann hefur verið magnaður með liðinu á leiktíðinni.

Eden Hazard er fulltrúi Chelsea en sá hefur verið afar öflugur á leiktíðinni. Yaya Toure, sem hefur leitt lið Manchester City er einnig tilnefndur, sem og Adam Lallana hjá Southampton.

Tveir af þessum leikmönnum eru einnig tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn en Sturridge og Hazard komast þar á listann. Aðrir leikmenn eru þeir Ross Barkley hjá Everton, Raheem Sterling hjá Liverpool, Luke Shaw hjá Southampton og Aaron Ramsey hjá Arsenal.

Tilnefndir sem besti leikmaður ársins:

Luis Suarez (Liverpool)
Daniel Sturridge (Liverpool)
Steven Gerrard (Liverpool)
Eden Hazard (Chelsea)
Yaya Toure (Man City)
Adam Lallana (Southampton)

Besti ungi leikmaður ársins:

Raheem Sterling (Liverpool)
Daniel Sturridge (Liverpool)
Ross Barkley (Everton)
Luke Shaw (Southampton)
Eden Hazard (Chelsea)
Aaron Ramsey (Arsenal)
Athugasemdir
banner
banner
banner