fös 18. apríl 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Bloggar fótboltaævisögu sína
Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Pálsson, sagnfræðngur og stuðningsmaður Fram og Luton Town, heldur úti fróðlegri bloggsíðu þar sem hann skrifar fótboltaævisögu sína á skemmtilegan hátt.

,,Ég var nokkuð virkur bloggari fyrir allnokkrum árum síðan, en í seinni tíð hef ég slappast í uppfærslunum," sagði Stefán við Fótbolta.net.

,,Í byrjun þessa árs ákvað ég því að rífa mig upp og fékk þá hugmynd að byrja á bloggbálki, þar sem ég myndi skrifa fótboltaævisögu mína í 100 færslum: þar sem einn leikur væri tekinn fyrir í hverri færslu. Við þetta myndi ég flétta eigin vangaveltum um fótboltann eða segja frá atburðum úr eigin lífi."

,,Það er svo sem ekkert leyndarmál að fyrirmyndin er að hluta til fengin úr Fever Pitch eftir Nick Hornby, sem er meðal áhrifameiri rithöfunda sem skrifað hafa um fótbolta á liðnum árum."

Stefán hefur fylgt Fram í gegnum súrt og sætt í gegnum tíðina sem og liði Luton sem komst upp úr ensku utandeildinni á dögunum eftir fimm ára dvöl þar.

,,Færslurnar eru orðnar 48 og apríl rétt hálfnaður, svo þetta mun auðveldlega klárast á árinu eins og að var stefnt. Flestir leikirnir eru með Fram en mínir menn í enska boltanum, Luton Town, fá sinn skerf."

,,Þá er slatti af leikjum frá stórmótum í fótboltanum sem maður hefur náð í sjónvarpi. Eina skilyrðið er að ég hafi horft á viðkomandi leik í eigin persónu eða á skjánum - og að frásögnin hafi eitthvað meira fram að færa en bara úrslitin í viðkomandi viðureign sem flestir voru löngu búnir að gleyma."


Smelltu hér til að lesa fótboltablogg Stefáns
Athugasemdir
banner
banner
banner