fös 18. apríl 2014 18:05
Elvar Geir Magnússon
Fékk brottvísun fyrir að slá eigin leikmann
Barry Ferguson sparkar tennisboltum útaf.
Barry Ferguson sparkar tennisboltum útaf.
Mynd: Getty Images
Það hvorki gengur né rekur hjá Blackpool í ensku Championship-deildinni en liðið var að tapa fyrir Burnley og er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Stuðningsmenn liðsins köstuðu tennisboltum inn á völlinn til að mótmæla eigandanum en hlutirnir áttu svo aðeins eftir að versna.

Aðstoðarstjórinn Bob Malcolm lenti í útistöðum við framherjann Stephen Dobbie á hliðarlínunni. Malcolm sló Dobbie við litla hrifningu dómarana.

Réttilega var Malcolm rekinn upp í stúku fyrir þessa hegðun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner