Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. apríl 2014 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Espana 
Guardiola: Þeir munu mæta í leikinn sem bikarmeistarar
Guardiola býst við erfiðum leik gegn Real Madrid
Guardiola býst við erfiðum leik gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
Bayern München mætir Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni á laugardegi og á svo leik við Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn í næstu viku.

Bayern er búið að vinna deildina og hefur ekki gengið vel eftir að titillinn var afhendur. Pep Guardiola, þjálfari Bayern, mætti á fréttamannafund fyrir leikinn gegn Frankfurt en endaði á því að tala mikið um meistaradeildarslaginn gegn Real í staðinn.

,,Það er alltaf erfitt að spila við Madrid, þeir munu mæta í leikinn sem bikarmeistarar og verða fullir sjálfstrausts," sagði Pep á fréttamannafundinum.

,,Þetta er mikilvægur leikur fyrir leikmennina, starfsliðið og allan heiminn. Þess vegna verður þetta erfiður leikur.

,,Við erum að hugsa um Real Madrid og næsta leik í deild gegn Frankfurt."

Athugasemdir
banner
banner
banner