fös 18. apríl 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juan Jesus: Mér líður eins og Robocop
Mynd: Getty Images
Varnarmanninum öfluga hjá Internazionale á Ítalíu, Juan Jesus, segist líða eins og ofurhetjunni Robocop, sem gerði allt vitlaust á níunda áratuginum.

Jesus, sem er einn efnilegasti varnarmaður Brasilíu um þessar mundir, meiddist á hné í 2-2 jafntefli Inter gegn Bologna fyrir tveimur vikum og mun því að öllum líkindum missa af restinni af tímabilinu.

Hann er þó bjartsýnn á að hann geti komið sterkari til baka, þrátt fyrir að lappirnar á honum séu í spelkum núna.

,,Meiðsli fylgja þessari vinnu. Ég lít á þetta sem reynslu. Ég hef aldrei áður meiðst, ekki einu sinni hlotið smávægileg meiðsli en ég er fremur rólegur yfir þessu. Ég er að leggja hart að mér núna að koma sterkur til baka," sagði Juan Jesus.

,,Ég verð að vera í spelkum í mánuð og svo sjáum við til. Mér líður svolítið eins og Robocop með þetta á mér," sagði hann að lokum.

Hann hefur spilað 27 leiki í Seríu A á þessari leiktíð en hann kom til Inter frá Internacional fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner