Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 18. apríl 2014 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Þessi leikur snýst ekki um mig
Moyes mætir sínum fyrrverandi lærisveinum sem eru að eiga frábært tímabil undir stjórn Roberto Martinez
Moyes mætir sínum fyrrverandi lærisveinum sem eru að eiga frábært tímabil undir stjórn Roberto Martinez
Mynd: Getty Images
David Moyes býst við ógnvekjandi andrúmslofti þegar Manchester United heimsækir Everton á Goodison Park á sunnudaginn.

Moyes var knattspyrnustjóri Everton í ellefu ár og var elskaður af stuðningsmönnum félagsins sem vildu ekki sjá hann fara til Manchester United síðasta sumar.

Everton heimsótti Manchester United á Old Trafford fyrr á tímabilinu og var hópur stuðningsmanna gestanna sem hreytti meiðyrðum að Moyes og söng háðsöngva.

,,Maður heldur sínu starfi áfram. Ég er knattspyrnustjóri Manchester United og það er það sem ég einbeiti mér að," sagði Moyes.

,,Þessi leikur snýst ekki um mig, þessi leikur snýst um Everton og Manchester United.

,,Þetta var fyrsti leikurinn sem ég leitaði að þegar ég fékk leikjaplanið fyrir tímabilið. Ég hef lengi hugsað um hvernig endurkoman á Goodison Park verður.

,,Ég á frábærar minningar frá tíma mínum þarna. Þetta verður furðulegur dagur, en ég hlakka til.

,,Ég mæti þangað sem stjóri Manchester United og það er frábært, ég var stoltur að vera stjóri Everton á sínum tíma en núna er starf mitt að gera það sem er best fyrir United."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner