fös 18. apríl 2014 12:24
Daníel Freyr Jónsson
Solskjær: Munum verja Aron Einar fram í rauðan dauðann
Nýtur stuðnings samherja sinna
Nafn Arons Einars hefur verið dregið inn í leiðindamál.
Nafn Arons Einars hefur verið dregið inn í leiðindamál.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff, segir að hann muni gera allt tl að vernda heiður og orðspor Arons Einars Gunnarssonar.

Aron Einar var í gær sagður hafa lekið upplýsingum um byrjunarlið Cardiff í leik gegn Crystal Palace í upphafi þessa mánaðar. Hann var hinsvegar fljótur að neita þeim ásökunum og segir ekkert hæft í þeim.

Aron hefur þegar fundað með stjórnarmönnum Cardiff um málið og tók félagið útskýringar hans góðar og gildar.

,,Við munum verja nafn hans og orðspor fram í rauðan dauðann, það eru hreinar línur," sagði Solskjær í dag, sem segir að Aron verði í leikmannahóp liðsins gegn Stoke á morgun.

,,Hann verður með í hópnum. Hann er að æfa, hann verður með nema að hann meiðist."

Þá lýsti samherji Arons, markvörðurinn David Marshall, einnig yfir stuðningi við landsliðsfyrirliðann og fór fögrum orðum um Norðlendinginn.

,,Það eina sem ég mun segja er að Aron myndi aldrei gefa nokkrum manni upplýsingar um byrjunarlið okkar eða hjálpa þeim gegn okkur," sagði Marshall.

,,Þeir eru fáir sem leggja jafn hart að sér og eru jafn heiðarlegir sem ég hef kynnst í fótboltaheiminum, svo ég hef ekki hugmynd um af hverju nafn Arons kom upp íþessari umræðu. Ég þori hinsvegar að leggja lífið undir með að segja að Aron tengist þessu ekkert."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner