Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 18. apríl 2014 13:54
Brynjar Ingi Erluson
Ungur framherji West Ham lést í morgun
Dylan Tombides í leik með Ástralíu
Dylan Tombides í leik með Ástralíu
Mynd: Getty Images
Dylan Tombides, framherji West Ham United á Englandi, lést í morgun eftir baráttu við krabbamein en félagið greindi frá þessu í morgun.

Tombides, sem var einungis 20 ára gamall, var afar efnilegur framherji en hann hafði leikið fyrir öll yngri landslið Ástralíu og þá seinast í janúar á þessu ári.

Hann greindist með krabbamein í eistum fyrir þremur árum en lést í morgun eftir harða baráttu við meinið.

Tombides lék með aðalliði West Ham fyrir tveimur árum er hann kom inná gegn Wigan Athletic í deildabikarnum en þá lék hann einnig á HM U17 í Mexíkó með Ástralíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner