Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. apríl 2014 11:32
Brynjar Ingi Erluson
Van Basten tekur við AZ Alkmaar í sumar
Hollenski
Marco van Basten
Marco van Basten
Mynd: Getty Images
Marco Van Basten, þjálfari Heerenveen í Hollandi, mun hætta með liðið eftir tímabilið og taka við AZ Alkmaar en frá þessu er greint í hollenskum fjölmiðlum í dag.

Van Basten tók við Heerenveen árið 2012 og hefur gert fína hluti með liðið en Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, hefur meðal annars blómstrað undir hans stjórn.

Hollenski þjálfarinn mun þó yfirgefa herbúðir Heerenveen í sumar og tekur hann þá við AZ Alkmaar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson leika en Jóhann Berg verður þó ekki áfram hjá félaginu.

Van Basten hefur áður þjálfað Ajax, unglingalið Ajax og hollenska landsliðið á þjálfaraferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner