fös 18. apríl 2014 17:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Víkingar mæta í útvarpsþáttinn á morgun
Halldór Smári Sigurðsson.
Halldór Smári Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net fer ekki í páskafrí og verður á sínum stað á X-inu FM 97,7 á morgun milli 12 og 14 eins og alla laugardaga.

Tómas Þór Þórðarson, Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon eru umsjónarmenn þáttarins.

Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur verður á línunni og ræðir aðeins um geðsjúkdóma og fótbolta en síðustu vikur hafa þrír íslenskir fótboltamenn stigið fram og opinberað baráttu sína við geðsjúkdóma.

Það styttist í að boltinn fari að rúlla í Pepsi-deildinni og tveir leikmenn frá nýliðum Víkings Reykjavík mæta í gasklefann. Það eru Halldór Smári Sigurðsson og Tómas Guðmundsson.

Þá verður að sjálfsögðu rætt ítarlega um enska boltann eins og venjulega.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner