fös 18. apríl 2014 17:55
Elvar Geir Magnússon
Yaya Toure: Fengi meiri athygli ef ég væri ekki frá Afríku
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, miðjumaður Manchester City og Fílabeinsstrandarinnar, telur að hann myndi fá meiri viðurkenningu ef hann væri ekki frá Afríku. Toure hefur skorað 22 mörk á tímabilinu og hjálpað City að vinna deildabikarinn og að berjast um sigur í úrvalsdeildinni.

Samir Nasri telur að Toure sé ekki metinn sem einn besti miðjumaður í heimi og er Toure sjálfur sammála því.

„Ég tel að Samir hafi sagt sannleikann. Mér finnst ég bara vera metinn að fullu hjá stuðningsmönnum. Ég vil bara vera hreinskilinn," segir Toure.

Hann segir að leikmenn frá Afríku þurfi að gera meira en aðrir til að vera taldir framúrskarandi. Nefnir hann sem dæmi að Andres Iniesta og Xavi, miðjumenn Barcelona, fái afar sjaldan gagnrýni þegar þeir verjast illa.

„Ég er mjög stoltur af því að vera frá Afríku og vil sýna heiminum að leikmenn þaðan geta verið eins góðir og leikmenn frá Evrópu eða Suður-Ameríku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner