Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 11:25
Elvar Geir Magnússon
Danny Ings vill ekki enda sem bekkjarmatur
Sóknarmaðurinn Danny Ings.
Sóknarmaðurinn Danny Ings.
Mynd: Getty Images
Danny Ings, sóknarmaður Burnley, vill ekki ganga í raðir félags þar sem hann fær ekki að spila reglulega. Miklar vangaveltur eru um framtíð þessa 23 ára sóknarmanns sem skorað hefur níu mörk á tímabilinu.

Lið eins og Manchester United, Liverpool og Real Sociedad hafa verið nefnd en samningur Ings rennur út í sumar.

„Eitt af því sem ég þarf að huga að er að ég vil ekki hverfa skyndilega. Fara í lið þar sem þú færð ekki að spila. Ég vil starfa með knattspyrnustjóra sem er að fara að þjálfa mig og hjálpa mér að þróast sem leikmaður," segir Ings.

Burnley er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í dag.

„Það yrðu mistök eftir að hafa farið í gegnum Championship-deildina og eiga gott fyrsta ár í úrvalsdeildinni að spila svo ekki í deildinni í ár eða svo. Sama hvernig launin eru þá er mikilvægt að þú sért að spila fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner