Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. apríl 2015 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
De Gea gengur til liðs við Real Madrid
Powerade
De Gea er að flytja aftur heim til Spánar til að spila með Real Madrid samkvæmt slúðrinu.
De Gea er að flytja aftur heim til Spánar til að spila með Real Madrid samkvæmt slúðrinu.
Mynd: EPA
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum.

David De Gea markvörður Manchester United hefur samþykkt að ganga til liðs við Real Madrid samkvæmt spænsku sjónvarpsstöðinni La Sexta. (Mirror)

Jose Mourinho segir að það sé auðveldra að stýra Manchester United heldur en Chelsea innan fjármálareglna UEFA. (Daily Mail)

Jose Mourinho segir að Jurgen Klopp fráfarandi stjóri Dortmund hafi fullvissað sig um að hann vilji ekki fá starfið sitt. (London Evening Standard)

Pep Guardiola segir að það breyti engu hjá Bayern Munchen að fjórir úr læknateymi félagsins hafi gengið út á þrijðudaginn og að hann verði áfram stjóri á næstu leiktíð. (Guardian)

Arsenal og Manchester United eru á eftir Gonzalo Higuain framherja Napoli sem hefur verið orðaður frá ítalska félaginu í sumar. (TalkSPORT)

Sunderland er nýjasta félagið sem hefur sýnt Garry Monk stjóra Swansea áhuga en hann er aðeins 36 ára og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína. (Wales Online)

Thomas Vermaelen sem hefur ekki spilað leik með Barcelona síðan hann kom frá Arsenal í sumar er nú orðaður við Everton. (Metro)

Liverpool vonast til að landa Petr Cech markverði Chelsea í sumar, á 7 milljón punda lánssamningi. (The Sun)

Udinese og Deportivo La Coruna vilja fá Grant Ward, tvítugan miðjumann Tottenham. (TalkSPORT)

Southampton og Newcastle vilja fá Charlie Austin frá QPR. (Mirror)

Manchester City vill fá Aymeric Laporte, tvítugan varnarmann Athletic Bilbao á Spáni. (Goal)

Wes Brown er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Sunderland. (Northern Echo)

Manchester United vonar að Danny Ings framherji Burnley hafni Liverpool og velji Man Utd í staðinn. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner