Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 18:22
Elvar Geir Magnússon
England: Baráttusigur Chelsea gegn Man Utd
Eden Hazard í leiknum í dag.
Eden Hazard í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 0 Manchester Utd
1-0 Eden Hazard ('38 )

Chelsea færðist enn nær enska meistaratitlinum með því að vinna 1-0 sigur gegn Manchester United í baráttuleik á Stamford Bridge en góður dómari leiksins, Mike Dean, var að flauta til leiksloka.

Mark Eden Hazard í fyrri hálfleik tryggði Chelsea stigin þrjú en Radamel Falcao tapaði boltanum í aðdragandanum og Oscar átti glæsilega hælsendingu á Belgann sem skoraði gegnum klofið á David de Gea.

Varnarmúr Chelsea var erfiður viðureignar fyrir Rauðu djöflanna. Falcao fékk færi til að jafna metin í seinni hálfleik en skaut í utanverða stöngina.

Chelsea er með tíu stiga forystu á Arsenal sem er í öðru sæti. Manchester United er í þriðja sætinu.
Athugasemdir
banner
banner