lau 18. apríl 2015 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Er De Gea svona kaldhæðinn?
David De Gea þakkar liðsfélögunum fyrir tilnefningar sínar.
David De Gea þakkar liðsfélögunum fyrir tilnefningar sínar.
Mynd: EPA
,,Það er heiður að vera tilnefndur til @PFA verðlaunanna, sendi þakkir til allra liðsfélaganna fyrir að gera þetta mögulegt. #PFAverðlaunin," skrifaði David De Gea markvörður Manchester United á Twitter síðu sína í vikunni.

Hann hafði þá verið tilnefndur bæði sem leikmaður ársins og besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Gárungarnir voru fljótir að stökkva til og spyrja sig hvort þetta hafi verið kaldhæðni hjá De Gea að þakka liðsfélögunum.

Ástæðan er sú að De Gea hefur haft nóg að gera í markinu í vetur og að einhverju leiti má kenna frammistöðu liðsfélaga hans um að hann hafi haft of mikið að gera við að halda liðinu á floti í vetur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner