Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 16:55
Alexander Freyr Tamimi
Frederik Schram framlengir við Vestsjælland
Frederik Schram verður áfram hjá Vestsjælland.
Frederik Schram verður áfram hjá Vestsjælland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram, markvörður U21 árs landsliðs Íslands, hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Vestsjælland og gildir nýr samningur fram til sumarsins 2017.

Vestsjælland fékk Frederik til liðs við sig í september síðastliðnum eftir að varamarkvörðurinn Thomas Villadsen meiddist og var upphaflegur samningur hans út þetta tímabil.

Vestsjælland virðist þó hafa heillast að markverðinum og hefur ákveðið að halda honum innan sinna raða næstu tvö árin, en hann á þó enn eftir að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið. Hefur Thomas Mikkelsen verið aðalmarkvörður.

,,Við erum stoltir og virkilega ánægðir með að geta haft Frederik innan okkar raða í tvö ár í viðbót. Hann er gríðarlega efnilegur markvörður," sagði Jacob Gaxe Gredersen, yfirmaður íþróttamála hjá Vestsjælland, við heimasíðu félagsins.

,,Síðan hann kom til félagsins hefur hann sýnt mikinn metnað og staðið sig vel á æfingum, hugarfar hans er til fyrirmyndar. Ég tel að hann eigi bjarta framtíð fyrir höndum."

Frederik Schram er tvítugur og á að baki tvo leiki með U21 landsliði Íslands, en Vestsjælland er sem stendur í bullandi fallbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá félaginu spilar einnig Eggert Gunnþór Jónsson.

Athugasemdir
banner
banner