Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 22:17
Hafliði Breiðfjörð
Ítalía: Tevez og kjúklingafagnið vakti upp spurningar
Leonardo Bonucci fagnar marki sínu fyrir Juventus í kvöld.
Leonardo Bonucci fagnar marki sínu fyrir Juventus í kvöld.
Mynd: EPA
Er Carlos Tevez á heimleið til Argentínu? Kjúklingafagnið virtist benda til þess  í kvöld.
Er Carlos Tevez á heimleið til Argentínu? Kjúklingafagnið virtist benda til þess í kvöld.
Mynd: EPA
Juventus færðist nær Ítalíumeistaratitlinum í kvöld þegar liðið vann Lazio í stórleik helgarinnar í kvöld. Í hinum leiknum gerðu Sampdoria og Cesena markalaust jafntefli.

Lazio er liðið í 2. sæti deildarinnar og 2-0 sigur Juventus skipti því verulegu máli í átt þeirra að því að vinna deildina.

Carlos Tevez og Leonardo Bonucci komu Juventus í 2-0 með mörkum í fyrri hálfleik en með sigrinum er liðið komið með 15 stiga forskot á Lazio sem fram að þessu hafði unnið átta leiki í röð.

AS Roma gæti því náð í 2. sætið að nýju ef þeim tekst að vinna Atalanta á morgun en þeir yrðu þá 13 stigum á eftir Juventus þegar sjö leikir eru eftir af mótinu.

,,Ég er ánægður, ekki bara með leikinn í kvöld heldur allt sem við höfum gert til þessa," sagði Massimiliano Allegri stjóri Juve við Sky Sports Italia í kvöld. ,,Við erum gott lið og vitum hvernig á að stjórna leikjum. Við þurfum enn að vinna nokkra leiki og bæta við nokkrum jafnteflum."

Tevez fagnaði marki sínu í kvöld með því að leika eftir kjúkling og sveifla höndum, nokkuð sem stuðningsmenn Boca Juniors gera oft um erkiféndurna í River Plate. Sumir telja að þetta hafi verið merki um að hann sé að fara að snúa aftur heim til Boca.

,,Ég tel að það sé mannlegt að hann sakni heimalandsins,",,Stundum sakna ég Livorno og ég er bara í þriggja tíma akstursfæri frá heimabænum."

Juventus 2 - 0 Lazio
1-0 Carlos Tevez ('17 )
2-0 Leonardo Bonucci ('28 )
Rautt spjald:Danilo Cataldi, Lazio ('89)

Sampdoria 0 - 0 Cesena
Athugasemdir
banner
banner
banner