lau 18. apríl 2015 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Jói Berg einn af 50 bestu í ensku neðri deildunum
Jóhann Berg er búinn að standa sig vel með Charlton í vetur.
Jóhann Berg er búinn að standa sig vel með Charlton í vetur.
Mynd: Getty Images
Fótboltatímaritið FourFourTwo velur landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson sem einn af 50 bestu leikmönnum ensku neðri deildanna í nýjasta eintaki blaðsins sem kom út á dögunum.

FourFourTwo þykir eitt glæsilegasta fótboltatímarit sem er gefið út í heiminum. Þeir fjalla ítarlega um þessa 50 leikmenn og setja Jóhann Berg í 40. sæti.

Umfjöllun blaðsins um Jóhann Berg má sjá hér að neðan en þeir telja Matt Ritchie kantmann Bournemouth vera besta leikmann neðri deildanna setja Grant Leadbetter hjá Middlesbrough í 2. sætið og Callum Wilson hjá Bournemout í 3. sæti.

,,Kaupin á hinum horaði Guðmundssyni voru eitt af mjög fáum góðum umskiptum sem gerðust í sumar á The Valley," segir í umfjöllun FourFourTwo um Jóhann Berg.

,,Eftir nokkur góð ár hjá AZ í Hollandi hefur íslenski kantmaðurinn náð að aðlagast vel kraftinum í Championship deildinni og náð að heilla með hraðanum, kraftinum og ákefðinni í að elta alla lausa bolta."

,,Hann hefur reglulega náð að skora góð mörk líka og einnig boðið upp á frábær mörk eins og markið sem hann sneri inn gegn Rotherham í september. Hann skoraði líka frábæra þrennu með landsliðinu gegn Sviss í september árið 2013."

Vissir þú?
Guðmundsson æfði bæði með Fulham og Chelsea þegar hann var 16 ára gamall og var við nám í International School of London, en saknaði skólafélaganna á Íslandi og sneri aftur til heimalandsins árið 2008.

Athugasemdir
banner
banner