Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 21:23
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Jose Mourinho: Vorum með þá í vasanum
Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Mynd: EPA
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United var að vonum sáttur eftir að hafa séð sína menn vinna 1-0 sigur á Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann sagði að leikmenn Chelsea hafi haft andstæðinga sína í vasanum í leiknum.

,,Við undirbjuggum að þetta yrði svona. Þetta var leikurinn sem við vildum og áttum von á," sagði Mourinho.

Man Utd sótti stíft og Louis van Gaal stjóri þeirra sagði þá hafa átt leik tímabilsins. En þetta var allt eftir plani Mourinho.

,,Þetta var erfitt en ekki eins erfitt og þú myndir halda," sagði hann. ,,Að hafa stjórn á beinum boltum þeirra til Marouane Fellaini, og að koma í veg fyrir að kantmenn þeirra næðu fyrirgjöfum á innri fætinum."

,,Þegar við vitum að Wayne Rooney spilar á miðjunni þá stjórnum við hvernig hann kemst inn í teiginn. Stjórnum föstum leikatriðum og gefum þeim ekki kost á að fá beinar aukaspyrnur því þeir eru með þrjá sérfræðinga í þeim."

,,Bíðum svo eftir mistökum og skorum mark. Við náðum að láta mikilvægu leikmennina þeirra hverfa. Það sá þá enginn. Við vorum með þá í vasanum.."

Athugasemdir
banner