Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. apríl 2015 15:28
Hafliði Breiðfjörð
Noregur: Matti Villa tryggði Start stig
Matthías var á skotskónum í dag.
Matthías var á skotskónum í dag.
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson
Matthías Vilhjálmsson skoraði mark Start sem gerði 1-1 jafntefli við Mjöndalen í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Mads Gundersen kom heimamönnum í Mjöndalen yfir í byrjun leiksins og allt benti til þess að það mark yrði sigurmark.

En Matthías kom til bjargar fyrir Start þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og skoraði jöfnunarmarkið.

Markið kom í kjölfar aukaspyrnu en hinn 17 ára gamli Kristoffer Ajer skallaði boltann áfram til Matthíasar sem var vel vakandi og renndi boltanum í fjær hornið.

Þetta var fyrsta íslenska markið í norsku deildinni sem byrjaði fyrr í mánuðinum.

Matthías og Guðmundur Kristjánsson spiluðu allan leikinn fyrir Start en Ingvar Jónsson markvörður vermdi varamannabekkinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner