lau 18. apríl 2015 19:00
Elvar Geir Magnússon
Rooney: Erum stoltir af frammistöðunni
Rooney í leiknum í dag.
Rooney í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
„Þetta var afar góð frammistaða. Við einokuðum boltann og fengum fleiri færi en nýttum ekkert þeirra og það reyndist dýrkeypt," sagði Wayne Rooney, sóknarmaður Manchester United, eftir 1-0 tap gegn Chelsea.

„Við vorum miklu betri en verðandi meistarar. Á góðum degi hefðum við skorað þrjú eða fjögur mörk og við erum stoltir af frammistöðunni. Chelsea veit hvernig á að hægja á leiknum og fá dómarann á sitt band. Þeir gerðu það mjög vel. Þeir unnu og ég er viss um að þeir verða meistarar."

Louis van Gaal, stjóri United, segir þetta hafa verið bestu frammistöðu liðsins á tímabilinu.

„Við vorum miklu betra liðið en á endanum eru það bara úrslitin sem telja. Ég er ekki pirraður. Ég er mjög stoltur," sagði Hollendingurinn.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var mjög ánægður með sigurinn.

„Þetta spilaðist nákvæmlega eftir okkar uppskrift. Ég elska að vinna svona sigra," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner