Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. apríl 2015 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Hvað gerir Valencia gegn Barcelona?
Carlo Ancelotti verður í kvikmyndahúsi á meðan Barcelona spilar gegn Valencia
Carlo Ancelotti verður í kvikmyndahúsi á meðan Barcelona spilar gegn Valencia
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fara fram í spænska boltanum í dag en veislan hefst á stórleik Barcelona og Valencia.

Stórlið Barcelona mætir Valencia klukkan 14:00 en Börsunga eru á toppnum, tveimur stigum á undan Real Madrid sem mætir Malaga síðar í dag.

Carlo Ancelotti, þjálfari Madrídinga, grínaðist með það í gær að hann ætlaði frekar í bíó en að horfa á Barcelona mæta Valencia en hann verður á sama tíma að undirbúa leik sinna manna.

Deportivo mætir þá Atletico Madrid en hægt er að sjá leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:
14:00 Barcelona - Valencia (Beint á Stöð 2 Sport )
16:00 Deportivo - Atletico Madrid
18:00 Real Madrid - Malaga (Beint á Stöð 2 Sport 3)
20:00 Athletic Bilbao - Getafe
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner