lau 18. apríl 2015 19:13
Hafliði Breiðfjörð
Spánn: Mark Suarez eftir 55 sek afgreiddi Valencia
Suarez fagnar marki sínu í dag.
Suarez fagnar marki sínu í dag.
Mynd: EPA
Barcelona 2 - 0 Valencia
1-0 Luis Suarez ('1 )
1-0 Daniel Parejo ('10 , Misnotað víti)
2-0 Lionel Andres Messi ('90 )

Luis Suarez heldur áfram að vera sjóðheitur fyrir Barcelona og tryggði liðinu sigur á Valencia í spænsku deildinni í dag.

Markið skoraði Suarez eftir aðeins 55 sekúndna leik en það má sjá hérna neðst í fréttinni. Lionel Messi lagði boltann þá á Suarez í teignum sem afgeiddi með góðu skoti á fjær stöngina.

Eftir tíu mínútna leik fékk Valencia tækifæri til að jafna metin þegar Gerard Pique braut klaufalega á Rodrigo og dæmd vítaspyrna. Daniel Parejo fór á punktinn en Claudio Bravo markvörður Börsunga varði frá honum. Lionel Messi skoraði svo annað markið alveg í lokin.

Meira var ekki skorað í leiknum og Barcelona komið með fimm stiga forskot á toppnum á Real Madrid sem á leik til góða gegn Malaga í kvöld.




Athugasemdir
banner
banner
banner