lau 18. apríl 2015 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Real Madrid vilja Bale í bakvörðinn
Gareth Bale hlustar ekki neikvæðu gagnrýnina
Gareth Bale hlustar ekki neikvæðu gagnrýnina
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, á að fylla skarð brasilíska vinstri bakvarðarins, Marcelo, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Atletico Madrid en könnun spænska dagblaðsins, MARCA, leiddi það í ljós.

Marcelo verður í banni í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum og ákvað því spænska blaðið að vera með könnun til að spyrja stuðningsmenn Madrídinga að því hvaða leikmaður ætti að fylla skarð hans.

Fabio Coentrao hefur verið fyrsti maður inn í vinstri bakvörðinn ef Marcelo hefur verið frá, sem er sjaldan en nú er hinsvegar annað hljóð í stuðningsmönnunum.

Gareth Bale fékk 50 prósent atkvæða í könnuninni á meðan Coentrao fékk 37,4 prósent en Nacho og Alvaro Arbeloa komu svo næstir með rúmlega 6 prósent atkvæða.

101greatgoals var með tvær kenningar að þessari atkvæðagreiðslu Madrídinga en fyrri kenningin er sú að þeir hafi upplýst sig um velska landsliðsmanninn og muna eftir því að hann byrjaði feril sinn sem bakvörður eða þeir eru þreyttir á slakri færanýtingu hans og vilja hafa hann sem lengst frá marki andstæðingana.
Athugasemdir
banner
banner
banner