Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. apríl 2018 22:31
Ingólfur Stefánsson
Lengjubikarinn: Skoraði 10 mörk í 21-0 sigri
Samúel skoraði 10
Samúel skoraði 10
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það var markaveisla í C deild Lengjubikarsins í kvöld þegar Ýmir vann stórsigur á Úlfunum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni.

Birgir Magnússon kom Ými yfir strax á 1. mínútu. Samúel Arnar Kjartansson skoraði annað mark leiksins á 4. mínútu.

Hörður Magnússon kom Ými í 3-0 á 22. mínútu og í kjölfarið opnuðust flóðgáttir. Þegar dómarinn flautaði til hálfleiks var staðan orðinn 9-0.

Markaregnið hélt áfram í síðari hálfleik. Samúel Arnar Kjartansson bætti við tveimur mörkum áður en Björn Þórsson Björnsson kom inn á og skoraði þrennu á 6 mínútum.

Á 81. mínútu var staðan orðin 15-0. Á síðustu tíu mínútunum bættu Ýmismenn við 7 mörkum og unnu leikinn 21-0. Samúel Arnar Kjartansson leikmaður Ýmis gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 mörk í leiknum.

Ýmismenn fara með sigrinum upp fyrir Kórdrengi í efsta sæti riðilsins og fara því áfram í undanúrslit keppninnar.

Ýmir 21-0 Úlfarnir
1-0 Birgir Magnússon ('1)
2-0 Samúel Arnar Kjartansson (4')
3-0 Hörður Magnússon (22')
4-0 Samúel Arnar Kjartansson (25')
5-0 Samúel Arnar Kjartansson (28')
6-0 Hörður Magnússon (30')
7-0 Ingi Þór Þorsteinsson (40')
8-0 Samúel Arnar Kjartansson (44')
9-0 Birgir Magnússon (45')
10-0 Samúel Arnar Kjartansson (50')
11-0 Samúel Arnar Kjartansson (58')
12-0 Björn Þórsson Björnsson (67')
13-0 Björn Þórsson Björnsson (69')
14-0 Björn Þórsson Björnsson (73')
15-0 Samúel Arnar Kjartansson (81')
16-0 Birgir Ólafur Helgason (83')
17-0 Björn Þórsson Björnsson (84')
18-0 Samúel Arnar Kjartansson (84')
19-0 Samúel Arnar Kjartansson (87')
20-0 Birgir Magnússon (89')
21-0 Samúel Arnar Kjartansson (90')




Athugasemdir
banner
banner
banner