Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. apríl 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Salah stefnir á gullskóinn
Mynd: Getty Images
Mo Salah sóknarmaður Liverpool hefur átt frábært fyrsta tímabil hjá liðinu. Salah segist ætla sér að vinna gullskóinn á Englandi og að hann sé ánægður að hafa sannað sig í ensku deildinni eftir að hafa fengið takmörkuð tækifæri hjá Chelsea á sínum tíma.

Salah hefur skorað 30 mörk fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með fjórum mörkum meira heldur en Harry Kane hjá Tottenham þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni.

Hann er einu marki frá því að jafna markametið á 38 leikjatímabili en einungis Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suarez hafa skorað 31 mark á 38 leikja tímabili.

Salah segir að aðalatriðið sé að ná góðum úrslitum fyrir Liverpool en getur ekki neitað því að hann vilji bæta metið og vinna gullskóinn.

„Það hefur kannski sést smá í undanförnum leikjum að liðsfélagar mínr vilja hjálpa mér að skora mörk því þeir vita að ég get unnið gullskóinn. Þrátt fyrir að þetta séu einstaklingsverðlaun eru þau mikilvæg fyrir liðið."

„Við erum að spila vel og aðdáendurnir eru ánægðir með leikstíl okkar. Mér líður vel með það, ég held að aðdáendurnir vilji líka að ég vinni gullskóinn."

„Ég mun klárlega reyna að vinna gullskóinn en það er og hefur alltaf verið fyrir liðið. Ég vill skora mörk fyrir liðið."

„Ég hef gefið á liðsfélaga mína í stöðum sem ég hefði getað skorað úr sjálfur. Ég spila fótbolta fyrir fótbolta ekki til að hugsa um sjálfan mig. Ég legg upp og bý til færi því það er einnig mitt hlutverk."

„Leiktíðin hefur verið frábær hjá mér en það eru enn leikir eftir. Það mikilvægasta er að spila vel og skora mörk fyrir liðið. Ég er ánægður hér."

Salah þarf þrjú mörk í viðbót til þess að jafna markamet ensku úrvalsdeildarinnar sem var sett þegar tímabilið var 42 leikir. Andy Cole og Alan Shearer eru einu leikmennirnir sem hafa skorað 34 mörk á tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner