Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. apríl 2018 21:30
Ingólfur Stefánsson
Seaman segir að Hart eigi að vera aðalmarkvörður Englands
David Seaman
David Seaman
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
David Seaman fyrrum landsliðsmarkvörður Englands telur að Joe Hart sé sá markvörður sem eigi að standa í marki liðsins á HM í Rússlandi næsta sumar.

Mikil umræða hefur verið um hver muni standa í marki liðsins á mótinu en Hart er að berjast um stöðuna við Jack Butland, Jordan Pickford og Nick Pope.

Gareth Southgate mun tilkynna enska leikmannahópinn sem fer á HM 14. maí næstkomandi.

Hart hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína með West Ham á tímabilinu en Seaman telur að hann sé besti kosturinn í stöðunni.

„Í mínum huga hefur Hart alltaf verið sá besti. Hinir eru að nálgast hann og hafa verið heillandi."

„Sem betur fer er Hart farinn að spila aftur fyrir West Ham en þetta verður samt erfið ákvörðun. Aðeins Southgate veit hver verður valinn en hann verður að vanda val sitt."

„Það er mikil pressa sem fylgir því að spila á HM og Joe hefur reynsluna af því. Hinir markverðirnir hafa í raun aldrei komið nálægt neinu slíku."
Athugasemdir
banner