Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. apríl 2018 21:05
Ingólfur Stefánsson
Spánn: Ronaldo bjargaði stigi fyrir Real
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 1 Athletic
0-1 Inaki Williams ('14 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('87)



Real Madrid fengu Athletic Bilbao í heimsókn í lokaleik dagsins í spænsku deildinni.

Real hefðu getað náð 5 stiga forskoti á Valencia, sem tapaði gegn Getafe fyrr í dag, með sigri.

Það byrjaði þó ekki vel þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir eftir 14 mínútur. Real náðu ekki að skora þrátt fyrir að vera töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Bilbao.

Raul Garcia var nálægt því að tvöfalda forskot Bilbao í síðari hálfleik en hann skaut í þverslánna úr dauðafæri.

Real Madrid voru þó hættulegri aðilinn en það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem þeir náðu að jafna metinn. Cristiano Ronaldo notaði þá hælinn til þess að beina skoti Luka Modric í mark Bilbao.

Þetta er 12. leikurinn í röð sem Ronaldo skorar í og hann hefur nú skorað42 mörk fyrir Real á tímabilinu, jafn mörg mörk og hann gerði á síðasta tímabili. Enn eru sjö leikir eftir af tímabilinu.

Real náðu þó ekki að stela sigrinum og 1-1 jafntefli niðurstaðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner