Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   sun 18. maí 2014 21:45
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Algerlega galið að spekulera í þessu
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjá nsson, þjálfari Breiðabliks, vissi ekki alveg hvort hann átti að vera sáttur eða svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar komust yfir í tvígang en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir úr Grafarvoginum og enduðu liðin á að taka eitt stig hvort með sér heim.

,,Það er voðalega erfitt strax eftir leik að átta sig á því hvort maður er sáttur eða ekki með stigið. Það var batamerki á liðinu, meiri kraftur og ákefð, en var ósáttur með hvernig mörkin komu. Sérstaklega fannst mér við vera sofandi í fyrra markinu, og í seinna markinu áttum við að vera grimmari á boltann í teignum,“ sagði Ólafur eftir leikinn.

„Fjölnisliðið var sprækt, þeir settu á okkur pressu og voru eins og þeir eru búnir að vera allt mótið, ákafir og flott lið. Ég geri ekkert lítið úr því, þeir sóttu þetta stig jafn hart og við.“

Blikar eru einungis með tvö stig eftir fjóra leiki og er það mun lakari árangur en flestir bjuggust við fyrir mót.

„Við höfum ekki unnið nógu marga leiki og ekki gert nægilega mikið til að vinna þá. Úrslitin sjá alltaf um sig sjálf, og frammistaðan er leið að úrslitunum. Það sem við höfum gert í leikjunum hefur ekki verið nægjanlegt til þess að vera komnir með fleiri stig, það er bara staðreynd. Við fáum of mikið af mörkum á okkur og skorum ekki nægjanlega mikið,“ sagði Ólafur.

Ólafur tekur við liði Nordsjælland í Danmörku innan skamms og verður hans síðasti leikur með Blika þann 1. júní. Knattspyrnuunnendur, þar á meðal sérfræðingar í Pepsi mörkunum, vilja meina að Ólafur hefði hugsanlega átt að hætta strax með liðið þegar ljóst var að hann væri á leið til Danmerkur.

Hann segir þó að leikmenn geti ekki notað það sem afsökun að það trufli þá að hann verði einungis með liðið fram í júní.

„Það er gersamlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort það hafi áhrif á spilamennskuna eða ekki. En ef þeir eru að spá í því og búa sér til einhverjar afsakanir, eða aðrir eru að búa til afsakanir fyrir þá, þá finnst mér það alveg fráleitt. Það á ekki að skipta neinu máli, það er áfram með smjörið og fullt af leikjum eftir, hvort sem ég verð þarna eða ekki. Það hafa þjálfarar verið reknir og nýjir tekið við, og það hefur skilað árangri og það hefur ekki skilað árangri,“ sagði Ólafur.

Ólafur segir að það sé galið að tala um mistök af hans hálfu eða stjórnarinnar að hafa hann áfram við stjórnvölinn.

„Ég ákvað ekki að vera áfram. En alls ekki, bara galið. Stjórn knattspyrnudeildarinnar og ég tókum ákvörðun um þetta. Við vitum ekkert hvað hefði gerst ef ég hefði stoppað fyrir mót og aðrir verið með liðið. Þetta eru bara spekulasjónir sem við fáum aldrei vísbendingu um, hvort hlutirnir hefðu verið öðruvísi, það er eiginlega bara algerlega galið að vera að spekulera í þessu,“ sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner