Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. maí 2018 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Keflavíkur og Fjölnis: Lasse Rise í hóp
Lasse Rise er í hóp hjá Keflavík í fyrsta sinn í sumar. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Lasse Rise er í hóp hjá Keflavík í fyrsta sinn í sumar. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnór Breki byrjar hjá Fjölni.
Arnór Breki byrjar hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður hörkuleikur á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld þar sem heimamenn fá Fjölni í heimsókn. Leikurinn, sem er í fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar, átti upphaflega að vera í gær en var færður aftur um sólarhring vegna veðurs.

Bæði lið eru án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Keflavík er með eitt stig en liðið tapaði naumlega gegn toppliði Breiðabliks í síðustu umferð. Margt jákvætt var við frammistöðu Keflvíkinga í þeim leik en skortur á biti fram á við er áhyggjuefni fyrir liðið. Keflavík með markatöluna 2:5 fyrir þennan leik.

Fjölnir hefur gert jafntefli við KA og ÍBV en tapaði fyrir FH í síðustu umferð þar sem Hafnfirðingar skoruðu í blálokin. Tvö stig uppskeran hjá Grafarvogsliðinu og markatalan 5:6.

Beinar textalýsingar:
19:15 Valur - Stjarnan
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Víkingur - Grindavík
19:15 Keflavík - Fjölnir

Keflvíkingar gera eina breytingu frá tapinu gegn Blikum, Aron Freyr Róbertsson, sem kom frá Grindavík í vetur, byrjar í stað Adams Árna Róbertssonar. Lasse Rise er á bekknum hjá Keflavík.

Hjá Fjölni eru tvær breytingar frá tapinu gegn FH; Valgeir Lunddal Friðriksson og Torfi Tímoteus Gunnarsson eru á bekknum, inn í þeirra stað koma Igor Jugovic og Arnór Breki Ásþórsson.

Byrjunarlið Keflavíkur:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Aron Freyr Róbertsson
4. Ísak Óli Ólafsson
6. Einar Orri Einarsson
8. Hólmar Örn Rúnarsson
9. Sigurbergur Elísson
13. Marc McAusland (f)
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
25. Frans Elvarsson

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
11. Almarr Ormarsson
15. Arnór Breki Ásþórsson
20. Valmir Berisha
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Beinar textalýsingar:
19:15 Valur - Stjarnan
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Víkingur - Grindavík
19:15 Keflavík - Fjölnir



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner