Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 18. júní 2015 22:27
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Grétars: Fannst við eiga miklu meira skilið
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er aldrei krísufundur, við vorum bara rétt að ræða leikinn," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tapið á KA í kvöld eftir að hafa fundað með sínum mönnum eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KA

„KA menn eiga heiður skilinn. Þeir börðust um hvern einasta bolta og uppskera að komast áfram. Mér fannst við eiga miklu meira skilið en að tapa miðað við öll færin. Það er með ólíkindum að við höfum ekki komið boltanum í netið en þetta var stöngin út. Auðvitað er maður drullusvekktur."

Arnar gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks. Var hann að vanmeta lið KA?

„Nei, enganveginn. Það voru ákveðnir menn búnir að spila mikið af leikjum og ef ég hefði spilað þeim þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudaginn. Við erum með það stóran hóp að liðið veiktist nánast ekkert við þetta."

Breiðablik heimsækir FH í toppslag í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og Arnar vonar að 120 mínúturnar eigi ekki eftir að sitja í mönnum þar.

„Ég vona innilega að svo verði ekki. Auðvitað hefði ég kosið að við hefðum spilað 90 og farið áfram. Þetta er kannski versta niðurstaðan, fara í 120 mínútur og tapa. Við þurfum að hugsa um okkur og koma grjótharðir í leikinn á sunnudaginn."

Orðrómur hefur verið um að Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, muni koma til Breiðabliks í glugganum. Er það rétt? „Það verður að koma í ljós hvað gerist. Við höfum sagt lengi að við ætlum að finna einn til að styrkja hópinn og hver það verður kemur í ljós í glugganum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner