Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 18. júní 2015 22:27
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Grétars: Fannst við eiga miklu meira skilið
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er aldrei krísufundur, við vorum bara rétt að ræða leikinn," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tapið á KA í kvöld eftir að hafa fundað með sínum mönnum eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KA

„KA menn eiga heiður skilinn. Þeir börðust um hvern einasta bolta og uppskera að komast áfram. Mér fannst við eiga miklu meira skilið en að tapa miðað við öll færin. Það er með ólíkindum að við höfum ekki komið boltanum í netið en þetta var stöngin út. Auðvitað er maður drullusvekktur."

Arnar gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks. Var hann að vanmeta lið KA?

„Nei, enganveginn. Það voru ákveðnir menn búnir að spila mikið af leikjum og ef ég hefði spilað þeim þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudaginn. Við erum með það stóran hóp að liðið veiktist nánast ekkert við þetta."

Breiðablik heimsækir FH í toppslag í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og Arnar vonar að 120 mínúturnar eigi ekki eftir að sitja í mönnum þar.

„Ég vona innilega að svo verði ekki. Auðvitað hefði ég kosið að við hefðum spilað 90 og farið áfram. Þetta er kannski versta niðurstaðan, fara í 120 mínútur og tapa. Við þurfum að hugsa um okkur og koma grjótharðir í leikinn á sunnudaginn."

Orðrómur hefur verið um að Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, muni koma til Breiðabliks í glugganum. Er það rétt? „Það verður að koma í ljós hvað gerist. Við höfum sagt lengi að við ætlum að finna einn til að styrkja hópinn og hver það verður kemur í ljós í glugganum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner