Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fim 18. júní 2015 22:27
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Grétars: Fannst við eiga miklu meira skilið
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er aldrei krísufundur, við vorum bara rétt að ræða leikinn," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tapið á KA í kvöld eftir að hafa fundað með sínum mönnum eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KA

„KA menn eiga heiður skilinn. Þeir börðust um hvern einasta bolta og uppskera að komast áfram. Mér fannst við eiga miklu meira skilið en að tapa miðað við öll færin. Það er með ólíkindum að við höfum ekki komið boltanum í netið en þetta var stöngin út. Auðvitað er maður drullusvekktur."

Arnar gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks. Var hann að vanmeta lið KA?

„Nei, enganveginn. Það voru ákveðnir menn búnir að spila mikið af leikjum og ef ég hefði spilað þeim þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudaginn. Við erum með það stóran hóp að liðið veiktist nánast ekkert við þetta."

Breiðablik heimsækir FH í toppslag í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og Arnar vonar að 120 mínúturnar eigi ekki eftir að sitja í mönnum þar.

„Ég vona innilega að svo verði ekki. Auðvitað hefði ég kosið að við hefðum spilað 90 og farið áfram. Þetta er kannski versta niðurstaðan, fara í 120 mínútur og tapa. Við þurfum að hugsa um okkur og koma grjótharðir í leikinn á sunnudaginn."

Orðrómur hefur verið um að Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, muni koma til Breiðabliks í glugganum. Er það rétt? „Það verður að koma í ljós hvað gerist. Við höfum sagt lengi að við ætlum að finna einn til að styrkja hópinn og hver það verður kemur í ljós í glugganum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner