Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júní 2017 11:45
Elvar Geir Magnússon
Abramovich tilbúinn að bjóða metfé í Ronaldo
Powerade
Ronaldo er aðalumræðuefnið.
Ronaldo er aðalumræðuefnið.
Mynd: Getty Images
Stórlið vilja Walker.
Stórlið vilja Walker.
Mynd: Getty Images
Sander Berge í enska boltann?
Sander Berge í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Pellegrino næsti stjóri Southampton?
Pellegrino næsti stjóri Southampton?
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo heldur áfram að hertaka slúðursíður enskra blaða en þar má þó einnig finna margt fleira áhugavert.

Real Madrid segir að það myndi kosta 350 milljónir punda að leyfa Cristiano Ronaldo yfirgefa félagið. Madrídingar búast við því að það hindri Paris St-Germain og Manchester United. (Mail on Sunday)

Ráðgjafar Ronaldo telja að um 130 milljónir punda eigi að nægja. Þeir segja leikmanninn vilja nýja áskorun. (Sunday Telegraph)

Chelsea ætlar óvænt í samkeppnina um Ronaldo. Eigandinn Roman Abramovich er tilbúinn að slá heimsmetið í kaupupphæð til að fá þennan 32 ára portúgalska leikmann. (Sunday Express)

Florentino Perez, forseti Real, hefur sagt Ronaldo að hann muni ekki standa í vegi hans vilji leikmaðurinn yfirgefa Spánarmeistarana. (Marca)

Ronaldo mun aðeins vera áfram hjá Madrid ef félagið samþykkir að borga þær 13 milljónir punda sem skattaágreiningurinn snýst um. (Sunday Mirror)

Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, skoðar hugsanlega áfangastaði fyrir skjólstæðing sinn. Real hefur enn trú á því að Ronaldo skipti um skoðun á meðan. (El Pais)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá hægri bakvörðinn Kyle Walker (27) frá Tottenham. (Sun)

Bayern München vonast til að skáka City í baráttunni um enska landsliðsmanninn og mun bjóða Walker 150 þúsund pund í vikulaun. (Sunday Express)

Ef Antonio Conte yfirgefur Chelsea vegna þeirrar ólgu sem hefur skapast milli hans og stjórnarinnar er möguleiki að Chelsea leiti til Luis Enrique, fyrrum stjóra Barcelona. Chelsea vill þó helst halda Conte. (Sunday Telegraph)

Chelsea er bjartsýnt á að Conte skrifi undir nýjan samning á Stamford Bridge fyrir upphaf næsta tímabils. (Times)

Chelsea gæti reynt að skemma fyrir Manchester United með því að reyna að fá Alvaro Morata (24), sóknarmann Real Madrid, á 70 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Tottenham gæti reynt að fá Chris Smalling (27) frá Manchester United en Mauricio Pochettino vill fá inn nýjan miðvörð. (Sun)

Arsenal mun líklega skáka Everton með því að kaupa Sander Berge (19) á 18 milljónir punda. Berge er norskur miðjumaður sem spilar fyrir Genk í Belgíu. (Sunday Mirror)

Liverpool hefur enn áhuga á vængmanninum Gelson Martins (22) hjá Sporting Lissabon. Portúgalska félagið verðmetur hann á 44 milljónir punda. (A Bola)

Everton undirbýr 16 milljóna punda tilboð í M'Baye Niang (22) hjá AC Milan. Þessi fyrrum U21 landsliðsframherji Frakka var á láni hjá Watford á síðasta tímabili. (Daily Star)

Joshua King (25), sóknarmaður Bournemouth, segist hafa orðið áhugasamur um fréttir af áhuga Tottenham. Norski landsliðsmaðurinn hyggst þó vera áfram hjá Bournemouth á næsta tímabili. (Bournemouth Echo)

Umboðsmaður Willy Caballero (35) segir að þessi fyrrum markvörður Manchester City hafi tilboð frá Newcastle en sé ekki spenntur fyrir því að fara í kalda loftslagið í norðringu. (Evening Chronicle)

Southampton vill ráða nýjan knattspyrnustjóra á næstu tíu dögum, áður en undirbúningstímabil liðsins hefst 29. júní. Frank de Boer og Mauricio Pellegrino eru líklegastir. (Daily Echo)

Stjórnarmaður Juventus segir að það sé skylda félagsins að skoða möguleika á að fá Gianluigi Donnarumma (18) ef markvörðurinn ungi er fáanlegur. Þá staðfestir hann að Juventus sé nálægt því að kaupa Douglas Costa (26) frá Bayern München. (ESPN)

Jokin Aperribay, forseti Real Sociedad, segir að spænska félagið vilji kaupa belgíska vængmanninn Adnan Januzaj (22) frá Manchester United í sumar. (Manchester Evening News)

Sunderland neyðist til að borga Inter 9,2 milljónir punda fyrir argentínska sóknarmiðjumanninn Ricky Alvarez (29) eftir að hafa tapað dómsmáli. (Sunderland Echo)

Alex Oxlade-Chamberlain (23) er orðinn mjög pirraður á því hve hægt samningaviðræður hans við Arsenal ganga. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner