Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. júní 2017 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin: Síle hafði betur gegn Kamerún
Vidal var á skotskónum.
Vidal var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Kamerún 0 - 2 Síle
0-1 Arturo Vidal ('81 )
0-2 Eduardo Vargas ('90 )

Síle hafði betur gegn Kamerún þegar liðin mættust í seinni leik dagsins í Álfukeppninni í fótbolta.

Mótið er haldið í Rússlandi og er upphitunarmót fyrir HM.

Í kvöld mættust Afríkumeistarar Kamerún og Suður-Ameríkumeistarar Síle og það voru Síle-menn sem höfðu betur.

Arturo Vidal, leikmaður Bayern, gerði fyrsta markið á 81. mínútu og þegar leikurinn var klárast bætti Eduardo Vargas við.

Lokatölur 2-0 og Síle er á toppnum í B-riðli, en Þýskaland og Ástralía mætast á morgun í þessum sama riðli.
Athugasemdir
banner