Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júní 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chamberlain pirraður á stöðu sinni hjá Arsenal
Pirraður.
Pirraður.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain er orðinn mjög pirraður á stöðu sinni hjá Arsenal og gæti farið í sumar. Enska götublaðið Mirror segir frá.

Hinn 23 ára gamli Chamberlain vill fá framtíð sína á hreint. Hann vill fá nýjan samning, en Arsenal hefur ekki enn rætt við hann.

Hann á bara 12 mánuði eftir af samningi sínum og gæti farið annað ef ekkert gerist á skrifstofunni hjá Arsenal í sumar.

Hann hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Manchester City.

Chamberlain átti flottan endasprett á tímabilinu sem var að klárast hjálpaði Arsenal að vinna FA-bikarinn.

Hann er einn af mörgum leikmönnum Lundúnarliðsins sem á eitt ár eftir af samningi sínum, en í þeim hópi eru m.a. Mesut Özil, Alexis Sanchez, Jack Wilshere og Wojciech Szczesny.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner