Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   sun 18. júní 2017 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Aron: Leikformið betra en ég átti von á
Eiður í leiknum.
Eiður í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals í Pepsi-deild karla, var ánægður með fyrsta leik sinn fyrir félagið í dag en hann spilaði allan leikinn í 1-0 sigri á KA í 8. umferð deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Eiður kom til Vals frá Holsten Kiel í Þýskalandi fyrir nokkrum vikum en hann lék sinn fyrsta leik í dag.

Hann var sáttur með útkomuna.

„Við vörðumst mjög vel fannst mér og Anton var flottur í markinu þarna í restina," sagði Eiður Aron við Fótbolta.net.

„Ég er nokkuð sáttur og held ég hafi átt fínan leik eins og allt liðið. Skiluðum boltanum vel frá okkur og vorum allir að verjast saman mjög vel."

Bjarni Ólafur Eiríksson fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu en Valur varðist mjög vel eftir það og hélt skipulagi.

„Við droppum aftur sem er skiljanlegt og þeir eru að crossa boltum sem við ráðum ágætlega vel við. Eftir að við misstum Bjarna útaf fannst mér þetta aldrei í hættu."

„Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn síðan í febrúar. Leikformið er betra en ég átti von á en ég er ferskur eftir leikinn.

Eiður kom eins og áður segir frá Holsten Kiel en hann segir munurinn á deildunum ekkert svakalegur.

„Toppliðin þarna úti eru aðeins betri en þau sem eru hérna. Heilt yfir er þetta svipað.

Eiður spilaði með ÍBV áður en hann fór til Þýskalands en er nú kominn til Reykjavíkur. Hann er ánægður með nýja umhverfið.

„Ég kann mjög vel við mig hérna og erum að koma okkur fyrir. Stelpurnar koma í bæinn núna 1. júlí þannig þetta er allt að koma," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner