banner
   sun 18. júní 2017 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Ítalía byrjar mótið á sigri
Mynd: Getty Images
Danmörk U21 0 - 2 Ítalía U21
0-1 Lorenzo Pellegrini ('54)
0-2 Andrea Petagna ('86)

Ítalir báru sigur úr býtum gegn Danmörku í kvöld, á EM U21 árs liða sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.

Mótið hófst á dögunum, en þessi leikur var í C-riðli.

Það voru Ítalir sem reyndust sterkari, en þeir unnu að lokum 2-0. Bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum.

Það er ljóst að Ítalía verður í baráttu við Þýskaland um sigur í C-riðlinum, en Þjóðverjar unnu Tékkland fyrr í dag með sömu markatölu. Efsta sætið í riðlinum fer beint í undanúrslit, en liðin sem endar í öðru sæti gæti einnig átt möguleika á því að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner