Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 18. júní 2017 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Óli Jó: Þetta kemur ekki fyrir aftur
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins á KA í dag. Sigurmarkið kom í byrjun leiks eftir hornspyrnu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Darko Bulatovic gerði eina mark leiksins en hann stýrði þá knettinum í eigið net eftir hornspyrnu Einars Karls Ingvarssonar á 2. mínútu leiksins. Bæði lið áttu ágætis færi í leiknum til að bæta við fleiri mörkum en 1-0 sigur Vals reyndist niðurstaðan.

Valur er áfram í efsta sæti deildarinnar en Ólafur var gríðarlega sáttur með sigurinn.

„Frábær sigur gegn sterku KA-liði. Mér fannst við hafa góð tök á þessu og ekki í neinni hættu með hann," sagði Ólafur við Fótbolta.net í kvöld.

„Uppleggið var að mæta þeim í hörku. Þeir eru líkamlega sterkir og við ætluðum að mæta þeim í föstu leikatriðunum. Við ætluðum að spila okkar bolta og við höfðum tök á því og það gekk ágætlega eftir."

„Mér fannst við loka vel á og þeir nánast komust ekki inn í nein svæði til þess að gera eitthvað. Þeir reyndu langa bolta inn í teig og við mættum því vel en það þarf lítið til að missa leikinn. Við vorum grimmir."

Færanýtingin var slök hjá Valsmönnum í kvöld en liðið fékk fjölmörg færi til að bæta við mörkum. Ólafur er þó ánægður með að liðið sé að koma sér í færi.

„Það hefur oft verið þannig hjá okkur að við þurfum mörg færi en ef við vinnum þá kvörtum við ekki yfir því."

Eiður Aron þreytti frumraun sína í kvöld með Val og var Ólafur nokkuð sáttur með hann.

„Mér fannst hann spila feykivel eins og allt liðið reyndar. Liðið varðist mjög vel og mér fannst við bregðast við því."

Ólafur lenti í umdeildu atviki þegar KA átti innkast en boltinn fór til hans og ætlaði hann að láta gestina hafa boltann en kastaði honum yfir leikmann KA og vakti það eðlilega ekki mikla lukku hjá KA-mönnum.

„Ég missti boltann og þetta var algjör óheppni. Ég fékk áminningu og þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner