Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júní 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Valur kláraði KA - Ekkert stöðvar Andra Rúnar
Valur fagnar marki sínu í dag.
Valur fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar hefur verið magnaður.
Andri Rúnar hefur verið magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Valur er á toppnum í Pepsi-deild karla eftir leiki dagsins og nýliðar Grindavíkur fylgja fast á hæla þeirra.

Valsmenn fengu nýliða KA í heimsókn að Hlíðarenda í dag.

Valur hefur verið að spila mjög vel í sumar og hafa aðeins tapað einum leik í Pepsi-deildinni. KA-menn, sem eru nýliðar, hafa einnig verið að spila vel og voru aðeins fjórum stigum á eftir Val fyrir leikinn.

Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn miklu betur og þeir komust strax yfir. Fyrsta markið kom eftir tvær mínútur og það var sjálfsmark frá Darko Bulatovic, leikmanni KA.

Staðan í hálfleik var 1-0, en þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleiknum dró til tíðinda. Þá fékk Bjarni Ólafur Eiríksson að líta annað gula spjald og Valsmenn orðnir einum færri.

Þeir náðu þó að halda út og lokatölur á Hlíðarenda voru 1-0 fyrir Val. Valur er áfram á toppi deildarinnar, en KA er í fjórða sætinu.

Nýliðar Grindavíkur halda áfram að koma öllum á óvart. Þeir mættu ÍBV í dag og sigurinn var aldrei í hættu.

Andri Rúnar Bjarnason, sem hefur verið sjóðheitur í sumar, skoraði fyrsta markið á 4. mínútu og hann lagði síðan upp nokkru síðar fyrir Sam Hewson og staðan orðin 2-0 fyrir Grindavík.

Andri Rúnar gerði síðan sitt annað mark áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Hann er markahæstur í Pepsi-deildinni.

Í seinni hálfleiknum náði Gunnar Heiðar Þorvaldsson að minnka muninn, en lengra komst ÍBV ekki og niðurstaðan 3-1 fyrir Grindavík.

Grindavík er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Val. Það er eitthvað sem enginn hefði búist við fyrir mót. ÍBV er í sjöunda sæti.

Valur 1 - 0 KA
1-0 Darko Bulatovic ('2, sjálfsmark)
Rautt spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur ('61)
Lestu nánar um leikinn

Grindavík 3 - 1 ÍBV
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('4)
2-0 Sam Hewson ('23)
3-0 Andri Rúnar Bjarnason ('40)
3-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('60)
Rautt spjald: Kaj Leo í Bartalsstovu, ÍBV ('91)
Lestu nánar um leikinn



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner