Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júní 2017 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky: Ronaldo hefur áhuga á endurkomu til Man Utd
Ronaldo er sagður á förum frá Madríd.
Ronaldo er sagður á förum frá Madríd.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því í kvöld að Cristiano Ronaldo hafi áhuga á því að snúa aftur til Manchester United í sumar. Sky er mjög virtur fjölmiðill, en þetta er haft eftir heimildarmanni þeirra.

Ronaldo vill fara frá Spáni og heimildarmaður sem er náinn Ronaldo segir að United eigi sér stóran stað í hjarta leikmannsins.

Man Utd seldi Ronaldo til Real Madrid árið 2009 á 80 milljónir punda og hafa að minnsta kosti einu sinni reynt að fá hann aftur.

Samkvæmt frétt Sky tekur United þessum fréttum rólega, en tilfinningin á Old Trafford er sú að Ronaldo verði áfram í Madríd.

Margir virtir fjölmiðlar hafa á undanförnum dögum greint frá því að Ronaldo vilji yfirgefa spænska boltann.

Ronaldo er sakaður um umfangsmikil skattsvik á Spáni, en hann hefur sjálfur neitað sök í málinu.

Það eru fá félög í heiminum sem hafa efni á Ronaldo

Hann hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain og þá hafa kínversku eigendur AC Milan sett sig í samband við Jorge Mendes, umboðsmannn leikmannsins.

Real Madrid mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda Ronaldo, en hann fer, þá er Man Utd einn af kostunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner