Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júní 2017 12:03
Elvar Geir Magnússon
Swansea setur 40 milljóna punda verðmiða á Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Liverpool Echo segir að Everton þurfi að greiða 40 milljónir punda til að fá íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Það sé einfaldlega verðmiðinn sem Swansea setji á sína stærstu stjörnu.

Ronald Koeman vill fá Gylfa en 25 milljóna punda tilboði Everton í leikmanninn var hafnað í fyrra.

Swansea vill ekki selja Íslendinginn en í janúar var félag í Kína tilbúið að kaupa hann á 30 milljónir punda.

„Við vitum öll hversu mikilvægur Gylfi er og hann veit hversu mikils metinn hann er hér og elskaður," sagði Steve Kaplan, aðaleigandi Swansea, í viðtali í maí.

„Það hefur áður verið áhugi á honum. Það voru stór tilboð síðastliðið sumar og í janúarglugganum en við vildum ekki selja hann þá og við viljum ekki selja hann núna. Við þurfum heldur ekki að selja hann. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum og hann er hluti af áætlunum okkar um að fara fram á við með liðið undir stjórn Paul Clement."

Everton keypti fyrirliða Ajax, Davy Klaassen, fyrir 23,6 milljónir punda á fimmtudaginn ásamt því að kaupa Jordan Pickford en upphæðin fyrir hann gæti náð 30 milljónum punda.

Miðað við fréttir Liverpool Echo þyrfti Everton að slá félagsmet sitt til að kaupa Gylfa frá Swansea.

Gylfi er staddur hér á Íslandi en hann var viðstaddur brúðkaup Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða og Kristbjargar Jónasdóttur sem fram fór í gær.

#aron17kris

A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) on



Athugasemdir
banner
banner