Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 18. júní 2017 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Túfa: Væri alltaf til í að spila ellefu á móti tíu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA í Pepsi-deild karla, var ánægður með vinnuframlag sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 FH

Valur skoraði með sjálfsmarki frá Darko Buletovic en það kom í upphafi leiksins og reyndust það lokatölur.

KA hefur byrjað tímabilið vel en liðið kom upp úr Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Tufa var sáttur með spilamennskuna í dag.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Maður er alltaf svakktur að tapa leikjum og sérstaklega með marki sem kemur á fyrstu mínútur úr horni. Við fengum nóg af færum til að jafna en við sýndum að við getum spilað við öll lið í þessari deild," sagði Tufa.

„Heilt yfir er ég sáttur. Við vorum í basli fyrstu tuttugu mínúturnar, vorum að venjast grasinu og vorum að missa af einföldum sendingum og í eltingaleik en við vorum smá saman að ná stjórn á leiknum og fengum tvö mjög góð færi til að jafna en svona er fótboltinn."

KA spilaði manni fleiri síðasta hálftímann en liðinu tókst ekki að nýta sér það þrátt fyrir nokkur ágætis færi.

„Ég held að við höfum átt að gera betur en ég væri alltaf til að spila 11 á móti 10 en við vorum pínu æstir þegar rauða spjaldið kom. Við vorum æstir að skora í stað þess að slaka á og ná stjórn á bolta en fengum samt dauðafæri í restina og strákurinn hitti boltann bara ekki vel."

„Við gáfum allt í þetta og strákarnir reyndu fram á síðustu sekúndu og svekkjandi að ná ekki að uppskera meira miðað við framlagið."


KA hefur farið tímabil betur af stað en margir þorðu að vona. Undirritaður hrósaði liði hans fyrir spilamennskuna til þessa og tók hann undir það.

„Ég verð að þakka þér fyrir þetta komment og ég er sammála því. Hlutirnir sem við erum að klikka á er þessi reynsla að koma úr Inkasso deildinni í þessa leið. Hlutirnir eru á réttri leið og spilamennskan sýnir það," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner