Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 18. júní 2018 20:28
Magnús Már Einarsson
Bergur Ebbi: Heimir fer ekki heim fyrr en tanið verður eins og sófasett
Icelandair
Bergur Ebbi í góðum gír.
Bergur Ebbi í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ólýsanlegt og einstök stund," segir grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson um þá upplifun að sjá Ísland gera 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Bergur Ebbi mætti á sinn fyrsta leik á HM á laugardag og í dag skemmti hann íslenska landsliðinu ásamt félögum sínum í Mið-Ísland. Þeir flugu frá Moskvu til Gelendzhik í boði Vodafone til að skemma strákunum.

Bergur segist hrífast mikið með íslenska landsliðinu og fylgjast vel með gangi mála. „Maður lúsles alla miðla. Ég fæ aldrei nóg. Ég get lesið endalaust um þetta. Maður veit hvað sjúkraþjálfarinn heitir," sagði Bergur.

Leið eins og í Call of duty
Til að komast inn á hótel íslenska landsliðsins þurftu Mið-Ísland bræður að fara í gegnum rosalega öryggisleit.

„Áður en maður fer á svið þá á maður moment. Maður fær sér vatn, pissar og gerir sig kláran. Það moment átti sér stað þar sem voru gæar með vélbyssur að reykja sígarettur. Ég átti það moment á einhverju klósetti sem var eins og Call of duty dæmi."

„Síðan kom maður inn á hótelið sem er ótrúlega flott. Þá var maður kominn inn í innsta vígi hjá landsliðinu. Maður tók eitt uppistand og peppaði þá og spjallaði við þá sem og teymið í kringum þá. Það er gríðarlegur heiður."


Bergur er bjartsýnn á að íslenska liðið fari langt á HM. „Eitt af því sem ég var að djóka með er að Heimir (Hallgrímsson) vill ekki fara heim fyrr en hann verður búinn að ná svo djúpu tani að það er orðið eins og Chesterfield sófasett. Ætli það sé ekki eitthvað vel inn í útsláttarkeppnina," sagði Bergur og skellti upp úr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner