mán 18. júní 2018 13:03
Ívan Guðjón Baldursson
Jorginho fær fimm ára samning hjá City
Mynd: Getty Images
Joao Santos, umboðsmaður Jorginho, segir miðjumanninn vera við það að skrifa undir fimm ára samning við Englandsmeistara Manchester City.

Félögin hafa ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð en eiga stutt í land. Man City mun greiða um 50 milljónir punda í heildina.

„Jorginho vill ólmur fara til City og núna erum við bara að bíða eftir að samkomulag náist milli félaganna," sagði Santos við Radio Kiss Kiss Napoli.

„Það er fimm ára samningur á borðinu. Það hefur hægst á viðræðum milli félaganna vegna HM en við vonum að félagaskiptin gangi í gegn sem fyrst."

Santos tók einnig fram að ef félagaskipti Jorginho ganga ekki í gegn þá sé hann tilbúinn til að gera sitt besta fyrir Napoli.
Athugasemdir
banner
banner