Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júlí 2017 22:46
Dagur Lárusson
4. deild: Kórdrengir og Kría með mikilvæga sigra
Stórsigrar hjá ÍH og Úlfunum
ÍH unnu 9-0.
ÍH unnu 9-0.
Mynd: Úr einkasafni
Kría sótti sigur í Hveragerði.
Kría sótti sigur í Hveragerði.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sex leikjum var að ljúka í fjórum riðlum í 4.deild karla í kvöld. Spilað var í A, B, C og D-riðli,

Í A-riðli tók Hvíti Riddarinn á móti Kórdrengjunum í toppslag. Með sigri hefði Hvíti Riddarinn komist upp að hlið Kórdrengjanna á toppi riðilsins með 19 stig. Það var þó ekki raunin þar sem að Kórdrengirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi.

Liðið í 2.sæti riðilsins, Hamar, tók á móti Kríu í sama riðli og hefði Hamar komist upp fyrir Kórdrengina með sigri. Kría var þó sterkari aðilinn í leiknum og unnu leikinn 2-4.

Í þriðja leik A-riðils mættust Snæfell/UDN og Ísbjörninn þar sem að Ísbjörninn unnu sterkan útisigur.

Í B-riðli mættust toppliðið ÍH og botnlið Afríku. Með sigri gátu ÍH komust í fimm stiga forystu á toppi riðilsins. ÍH komu í veg fyrir að óvænt úrslit myndu eiga sér stað og kjöldróu Afríku 9-0.

Úlfarnir og Hrunamenn mættust í C-riðli þar sem aðeins eitt lið var á vellinum og voru það heimamenn. Steinar Haraldsson var í aðahlutverki hjá Úlfunum en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lokatölur voru hvorki meira né minna en 11-1.

Að lokum mættust KB og Stál-Úlfur í D-riðli þar sem að Stál-Úlfur vann sannfærandi 0-6 sigur.

A-riðill

Hvíti Riddarinn 1-2 Kórdrengirnir

Hamar 2-4 Kría

Snæfell/UDN 1-4 Ísbjörninn
0-1 Sjálfsmark (3´)
1-1 Dariusz Krzysztof Wota (22´)
1-2 Arnar Guðmundsson (34´)
1-3 Arnar Guðmundsson (38´)
1-4 Arnar Pálsson (63´)

B-riðill

ÍH 9-0 Afríka

C-riðill

Úlfarnir 11-1 Hrunamenn
1-0 Steinar Haraldsson (5´)
2-0 Steinar Harldsson (10´)
3-0 Steinar Haraldsson (15´)
3-1 Markaskorara vantar (25´)
4-1 Steinar Haraldsson (33´)
5-1 Ólafur Már Sigurðsson (36´)
6-1 Markaskorara vantar (43´)
7-1 Markaskorara vantar (62´)
8-1 Markaskorara vantar (71´)
9-1 Markaskorara vantar (77´)
10-1 Markaskorara vantar (85´)
11-1 Markaskorara vantar (90´)

D-riðill

KB 0-6 Stál-Úlfur
0-1 Markaskorara vantar (35´)
0-2 Markaskorara vantar (43´)
0-3 Markaskorara vantar (58´)
0-4 Markaskorara vantar (69´)
0-5 Markaskorara vantar (90´)
0-6 Markaskorara vantar (90´)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner