Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júlí 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adebayor: Fjölskylda mín sendi bréf til Real Madrid
Segir að fjölskylda sín hafi eyðilagt fyrir sér
Adebayor var í láni hjá Real Madrid.
Adebayor var í láni hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor segir að fjölskylda sín hafi komið í veg fyrir það að hann yrði keyptur til Real Madrid sumarið 2011.

Adebayor, sem er í dag 33 ára, var lánaður til Real Madrid frá Manchester City í janúar 2011 og hann skoraði átta mörk í 22 leikjum. Adebayor segir að líkur eru á því að Real Madrid hefði keypt sig ef ekki hefði verið fyrir afskiptasemi fjölskyldu sinnar.

„Ég gerði allt til að vera áfram hjá Real Madrid, en ég gat það ekki eftir það sem bróðir minn gerði," segir Tógómaðurinn við BBC.

„Hann sendi bréf, formlegt bréf frá fjölskyldu Adebayor til félagsins þar sem sagt var að þeir ættu ekki að halda mér. Ég er ekki að segja að það sé ástæðan fyrir því að þeir héldu mér ekki, en það gæti átt þátt í því. Jafnvel þó að það hafi bara átt 10% þátt í því."

Adebayor, sem leikur í dag með tyrkneska liðinu Istanbul Basakhesir, hefur áður greint frá erjum sínum við fjölskyldu sína. Hann sagði m.a. að móðir sín og systir væru að reyna að enda feril sinn með nornagöldrum. Það vakti mikla athygli.

Sjá einnig:
Adebayor opinberar stórbrotnar fjölskylduerjur
Mamma Adebayor beitir nornagöldrum á hann
Athugasemdir
banner