Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júlí 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Besti dómari umferða 1-11: Finnst dómgæslan hafa verið góð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með hvernig þetta hefur gengið í sumar. Ég byrjaði vel og hef náð að halda því gangandi," sagði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson við Fótbolta.net í dag.

„Mér finnst dómgæslan hafa verið mjög góð í sumar. Mér finnst aðstoðardómgæslan hafa tekið miklum framförum og við höfum bætt okkur á mörgum sviðum."

„Í heildina er ég mjög sáttur við þetta. Auðvitað eru alltaf einhverjar ákvarðanir sem eru óvinsælar og má gera betur en við tökum þær og lærum af þeim."

Vilhjálmur er á leið til Danmerkur þar sem hann dæmir leik Lyngby, og ŠK Slovan Bratislava frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

„Það er gríðarlega skemmtilegt að fá tækifæri til að dæma í þessum leikjum. Það er mikið í húfi fyrir lið í Evrópukeppnum og þegar er komið í síðari leik á seinni stigum forkeppninnar þá er þetta bara skemmtilegt. Liðin eru betri þá og leikirnir líka," sagði Vilhjálmur að lokum.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Leikmaður umferða 1-11
Dómari umferða 1-11
Þjálfari umferða 1-11
Athugasemdir
banner
banner