Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 11:15
Fótbolti.net
Hófið - Lukkufáninn skilar sigrum
Stuðningsmenn KA fengu sex mörk frá sínum mönnum á sunnudaginn.
Stuðningsmenn KA fengu sex mörk frá sínum mönnum á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH-ingar í stúkunni fögnuðu sigrinum á Breiðabliki.
FH-ingar í stúkunni fögnuðu sigrinum á Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjölnismenn unnu sigur eftir langt hlé.
Fjölnismenn unnu sigur eftir langt hlé.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aleksandar Trnicic fær flugferð gegn ÍBV.
Aleksandar Trnicic fær flugferð gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þorgrímur Þráins, Guðni Bergs og Maggi Gylfa mættu á leik Breiðabliks og FH.
Þorgrímur Þráins, Guðni Bergs og Maggi Gylfa mættu á leik Breiðabliks og FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er hefð fyrir því hér á Fótbolta.net að halda lokahóf eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla. 11. umferðinni lauk í gær og hér er uppgjörið fyrir hana.

Þeir sem brosa mest eftir umferðina: Fjölnir var á botninum fyrir umferðinni en 4-0 heimasigur á Grindavík í gærkvöldi lyfti heldur betur brúninni á Grafarvogsbúum.

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Á Akureyri á sunnudaginn. KA vann ÍBV 6-3 í leik sem var mjög fjörugur frá upphafi til enda. ÍBV komst í 2-0 eftir korter en KA hafði snúið taflinu við fyrir hlé. Mörkin héldu áfram að koma í síðari hálfleik og auk þess að sjá níu mörk fengu áhorfendur að sjá fleiri fín færi. Líf og fjör.

Ekki lið umferðarinnar:
ÍBV og Grindavík fjölmenna í EKKI liðið eftir skellina í 11. umferðinni.

Fjölnir segir: Takk Mjölnir!
Fjölnismenn höfðu verið í 23 daga frí þegar kom að leiknum við Grindavík í gær og á þeim tíma höfðu þeir dottið niður í botnsæti deildarinnar. Eins og Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, sagði við Fótbolta.net fyrir leik í gær þá æfði Grafarvogsliðið af krafti í Mjölni í fríinu. Það virðist hafa skilað sér því Fjölnir vann Grindavík 4-0. Fyrir leikinn hafði Fjölnir skorað átta mörk en stíflan brast í Grafarvogi í gær.

Innkoma umferðarinnar: Sænski framherjinn Linus Olsson fékk leikheimild með Fjölni um helgina. Það tók hann innan við tvær mínútur að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni. Alvöru innkoma!

Endurkoma umferðarinnar: KA hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn gegn ÍBV og stuðningsmenn liðsins voru brúnaþungir þegar staðan var 2-0 fyrir Eyjamenn eftir korter. KA náði hins vegar að fara með 3-2 forskot inn í hálfleikinn! Steinþór Freyr Þorsteinsson sneri aftur í byrjunarliðið og þakkaði fyrir sig með þremur stoðsendingum.

Mark umferðarinnar: Sigurmarkið hjá Guðmundi Steini Hafsteinssyni gegn ÍA. Guðmundur teygði sig í aukaspyrnu og skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti upp í bláhornið. Fagmannlega gert.

Skæri umferðarinnar: Andri Adolphsson lagði upp sigurmark Vals gegn Víkingi R. á glæsilegan hátt. Hann tók skæri og brunaði framhjá Ívari Erni Jónssyni áður en hann renndi boltanum á Nicolas Bögild sem skoraði.

Lukkufáni Ólsara: Marc Boal, skoskur aðdáandi Víkings Ólafsvíkur, lét stuðningsmenn liðsins fá fána í Íslandsheimsókn sinni í sumar. Boal sagði að fáninn myndi veita lukku fyrir Ólsara og svo virðist vera miðað við flugið á liðinu að undanförnu!
Heppni umferðarinnar: Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður Vals, var stálheppinn að fá ekki sitt annað gula spjald og þar með rautt í stöðunni 0-0 gegn Víkingi R. „Það sem skipti sköpum samt í þessum leik er hugleysi dómarans að vísa ekki Bjarna af velli. Þetta eru mistök sem gerir það að verkum að drengurinn er í miklu meiri erfiðleikum í stað þess að taka ákvörðun til að hafa hugrekki til þess," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, um Ívar Orra Kristjánsson dómara eftir leikinn.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, fær þessi verðlaun fyrir sigurinn á ÍA í Vesturlandsslagnum. Sá sigur þýðir að Ólsarar eru með 13 stig eftir fyrri umferðina. Magnað afrek hjá Ejub eftir mjög erfitt undirbúningstímabil þar sem Víkingur vann varla leik. Liðið var að fá nýja leikmenn í upphafi móts en Ejub hefur náð að búa til góða blöndu á stuttum tíma.

Dómari umferðarinnar: Gunnar Jarl Jónsson fékk 9,5 í einkunn fyrir dómgæsluna í leik Stjörnunnar og KR í gær. Hann hirðir þessi verðlaun því að þessu sinni.

Þið eigið lokaorðið #fotboltinet







Athugasemdir
banner
banner
banner