Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. júlí 2017 12:00
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11 í Pepsi-deild karla
Haukur Páll er í liðinu.
Haukur Páll er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristijan Jajalo markvörður Grindavíkur.
Kristijan Jajalo markvörður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alex Freyr Hilmarsson hefur farið á kostum með Víkingi.
Alex Freyr Hilmarsson hefur farið á kostum með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Steven Lennon framherji FH.
Steven Lennon framherji FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Keppni í Pepsi-deild karla er hálfnuð en 11. umferðin fór fram í gær. Einn leikur er þó eftir í fyrri umferðinni en það er frestaður leikur KR og Fjölnis. Hér að neðan má sjá lið fyrri umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

Valur og Grindavík eru í efstu sætunum eftir fyrri umferðina og þessi lið eiga flesta menn í lið fyrri umferðarinnar.

Orri Sigurður Ómarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val eru í vörninni og fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson er á miðjunni.

Hægri bakvörðurinn Aron Freyr Róbertsson hefur komið sterkur inn í lið Grindavíkur og hann er í liðinu líkt og markvörðurinn Kristijan Jajalo.

Frammi eru tveir markahæstu mennirnir í deildinni, Andri Rúnar Bjarnason og Steven Lennon.

Hallgrímur Mar Bergmann hefur fjórum sinnum verið í liði umferðarinnar á Fótbolta.net hingað til og hann er í liðinu líkt og Þórður Þ. Þórðarson sem hefur raðað inn stoðsendingum og mörkum á kantinum hjá ÍA.

Alex Freyr Hilmarsson hefur verið besti maður Víkings R.
á tímabilinu og Hilmar Árni Halldórsson er einnig í liðinu en hann hefur verið öflugur í liði Stjörnunnar.

Lið umferða 1-11:
Kristijan Jajalo (Grindavík)

Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)

Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hallgrímur Mar Bergmann (KA)

Steven Lennon (FH)
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)

Varamannabekkur:
Þórður Ingason (Fjölnir)
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Kristján Flóki Finnbogason (FH)

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Leikmaður umferða 1-11
Dómari umferða 1-11
Þjálfari umferða 1-11
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner