Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. júlí 2017 17:29
Elvar Geir Magnússon
Tilburg, Hollandi
Byrjunarlið Íslands: Dagný fremst - Katrín á bekknum
Þrjár í byrjunarliðinu leika sinn fyrsta mótsleik fyrir landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 verður flautað til leiks Íslands og Frakklands á Evrópumóti kvenna í Hollandi. Þetta er leikur í fyrstu umferð C-riðils mótsins.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið en hann gerir eina breytingu frá byrjunarliðinu sem lék gegn Brasilíu og Írlandi í vináttulandsleikjum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Dagný Brynjarsdóttir kemur inn í liðið og leikur sem fremsti leikmaður.

Fótbolti.net spáði því að Dagný yrði í nýju hlutverki í þessari stöðu og það reyndist rétt. Katrín Ásbjörnsdóttur náði ekki að skora í síðustu leikjum liðsins fyrir mótið og er sett á bekkinn.

Yngsti leikmaður hópsins, Agla María Albertsdóttir, heldur sæti sínu í byrjunarliðinu og er á hægri kantinum. Þessi 17 ára stelpa verður yngst Íslendinga til að spila á stórmóti í fótbolta.

Ingibjörg Sigurðardóttir er í vörninni og á miðjunni er Sigríður Lára Garðarsdóttir en auk Öglu eru þær allar þrjár að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner