Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 18. júlí 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrick: Lukaku mun finna fyrir pressu
Lukaku í sínum fyrsta leik með Manchester United.
Lukaku í sínum fyrsta leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick, fyrirliði Manchester United, telur að sóknarmaðurinn Romelu Lukaku muni fyrir pressu hjá United, pressu sem hann muni ekki finna fyrir hjá neinu öðru félagi.

Lukaku gekk í raðir Manchester United í síðustu viku fyrir 75 milljónir punda og hann spilaði sinn fyrsta leik um helgina. Hann spilaði seinni hálfleikinn í æfingaleik gegn LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Hann skoraði svo sitt fyrsta mark í nótt gegn Real Salt Lake.

Carrick segist hafa sjálfur fundið fyrir pressu þegar hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2006.

„Stökkið rosalegt," sagði Carrick við The Guardian. „Ég fann það sjálfur þegar ég kom frá Tottenham. Þetta er rosalegt stökk. Þú getur útskýrt það fyrir fólki, án þess að hafi tekið það sjálft," sagði Carrick.

„Ég er viss um að hann (Lukaku) muni líða eins. Það er samt stór bónus að hann sé með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Hann veit hvernig hlutirnir virka, þetta snýst bara um að höndla pressuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner